Sunnuhvoll - Breeding - Horses for Sale - Selfoss, Iceland
0.0
0 Reviews
- Verified
Listing
Company name
Sunnuhvoll - Breeding - Horses for Sale
Location
sunnuhvoll,, Selfoss, Iceland
Contact number
Website address
Working hours
- Monday: 10:00 - 18:00
- Tuesday: 10:00 - 18:00
- Wednesday: 10:00 - 18:00
- Thursday: 10:00 - 18:00
- Friday: 10:00 - 18:00
- Saturday: 10:00 - 18:00
- Sunday: 10:00 - 18:00
E-mail address
Company description
Á Sunnuhvoli búum við Sigurður Sigurðsson og ég Anna Björg Níelsdóttir ásamt þremur börnum okkar þeim Arnari Bjarka, Glódís Rún og Védísi Huld. Við Siggi stunduðum bæði hestamennsku sem börn og unglingar, hann á Laugarvatni og ég í Kópavogi og á Kjartansstöðum í Flóa þar sem ég var í sveit hjá frænku minni. Við tókum okkur bæði frí frá hestamennsku þegar við fórum í framhaldsskóla. Ég átti þó unga hryssu sem ég hafði fengið í fermingargjöf frá frænda mínum Óla Pétri. Þessi hryssa er Saga frá Litlu Sandvík og var hún sýnd í kynbótadómi árið 1991, þar sem hún hlaut 7.98 í einkunn, þetta sama ár er henni haldið og fyrsta afkvæmið fæðist 1992 Bjarki frá Sunnuhvoli. Á þessum tíma búum við í Kópavogi en
Árið 1996 eru okkur boðnir 10 hektarar til kaups út úr jörðinni Hvoli, ásamt útihúsum. Við tókum því og fluttum í Ölfusið í 25 fm. bústað sem við fengum að láni og settum á skikan okkar. Nýbýli var stofnað með nafninu Sunnuhvoll. Næsta ár notuðum við í að byggja okkur íbúðarhús sem við fluttum inní haustið 1997. Þá var komið að því að innrétta hesthús í útihúsi sem áður hafði verið fjárhús og minkahús, þar settum við 8 einshestastíur og 6 tveggjahestastíur.
Árið 2004 er jörðin Kvíarhóll boðin út af ríkinu, og vorum við svo heppin að eiga hæsta boð, þar sem okkur vantaði meira land en Kvíarhóll liggur að Sunnuhvoli. Við fluttum starfsemi okkar úr hesthúsinu sem stóð á Hvoli í hesthúsið á Kvíarhóli.
Ári seinna hefur samband við okkur ungur piltur sem vildi fá leigt hesthúspláss þá um sumarið. Það varð úr að við leigðum honum. Þetta var hann Viðar Ingólfsson og hófst þannig samstarf okkar og Viðars. Viðar og Jóna hafa reynst okkur einstaklega vel. Og höfum rekið sameiginlegt hesthús að Kvíarhóli síðan.
Ræktunin okkar byggist á hryssunni Sögu frá Litlu – Sandvík. Saga er undan Sörladótturinni Drottingu frá Kjartansstaðakoti og Náttfarasyninum Stíg frá Kjartansstöðum. Saga hefur gefið okkur mörg afkvæmi og nú eru tvær dætur hennar komnar í ræktun hjá okkur, þær Urður og Hreyfing frá Sunnuhvoli. Ræktunin er smá í sniðum en við leggjum frekar áherslu á gæðin en magnið.
Ræktunarmarkmið okkar er að rækta falleg hross, viljug með fótaburði, fasi og rými, hvort sem það eru alhliðahross eða klárhross.
Arnar Bjarki
Arnar Bjarki byrjaði í hestamennsku mjög ungur og áhuginn kviknaði strax. Það má segja að hann sé nánast búinn að vera í hesthúsinu síðan. Fyrsti hesturinn hans Arnars Bjarka var Jari frá Kjartansstöðum og það er hesturinn sem hefur svo gengið á milli þeirra systkina og þau hafa öll byrjað sína hestamennsku honum. Arnar fór á sitt fyrsta mót á Jara árið 2000, þá 8 ára gamall, og hefur hann verið á keppnisbrautinni á hverju ári síðan. Arnar fór á sitt fyrsta Landsmót á Jara árið 2002, þá voru þeir félagar báðir 10 ára gamlir.
Lyfting frá Litlu-Sandvík var annar hesturinn hans Arnars og kepptu þau á nokkrum töltmótum í Ölfusinu. Hún fór síðan í ræktun. Þá kom Blesi frá Laugarvatni til sögunnar. Þeim félögum gekk mjög vel á keppnisbrautinni en þeir urðu Suðurlandsmeistarar í fjórgangi barna þrisvar sinnum (árin 2005, 2006 og 2007). Arnar fékk svo merina Kviku frá Krossi þegar hann var 13 ára og keppti á henni í fimmgangi með góðum árangri. Þau urðu Reyjavíkurmeistarar í fimmgangi unglinga árið 2006. Blesi og Kvika kenndu Arnari mjög margt og áttu stóran þátt í að móta hann sem reiðmann á hans yngri árum.
Haustið 2007 keypti Arnar sinn fyrsta hest sjálfur, Parkerssoninn Radíus frá Sólheimum. Þetta var fyrsti hesturinn sem Arnar var með alveg frá upphafi tamningar og hélt áfram með í tvö ár en þá var hann seldur til Noregs. Kvika var seld þetta sama haust og í hennar stað var keyptur geldingurinn Gammur frá Skíðbakka III. Arnar keppti á Gammi í fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktauma tölti. Árið 2008 komust þeir í b-úrslit á Landsmóti í A-flokki gæðinga. Arnar og Gammur voru í úrslitum á langflestum mótum sem þeir tóku þátt í en sigrarnir voru þó ekki margir. Árið 2008 fór Arnar út til Noregs og keppti á sínu fyrsta móti utan landssteinana, Norðurlandamótinu í Seljord. Þar keppti hann á hestinum Snar frá Kjartansstöðum, æfingarnar þar úti gengu ekki vel í fyrstu og átti Arnar í erfiðleikum með að ná tengslum við hestinn. Nokkrum dögum fyrir mótið small þetta allt hjá þeim félögum enda með gott lið á bak við sig. Arnar kom heim sem Norðurlandameistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum.
2008 um haustið var farið í leiðangur norður í land til að leita að efnilegum hestum. Á Húsavík fannst einn gæðingurinn, stóðhesturinn Kamban frá Húsavík. Kamban varð keppnishesturinn hans Arnars strax um vorið. Þeir enduðu í 3. sæti í tölt á Íslandsmóti yngriflokka árið 2009 og árið eftir voru þeir félagar í b-úrslitum á sama móti. Árið 2011 keppti Arnar á Kamban á Reykjavíkurmeistaramóti og endaði þar í 2. sæti og í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti yngri flokka en á báðum þessum mótum kepptu þeir í tölti. Á þessum þrem sumrum kepptu þeir einnig á mörgum smærri mótum með góðum árangri. Sumarið 2011 varð Kamban svo keppnishesturinn hennar Glódísar sem þá var aðeins 9 ára gömul. Vonandi frá Bakkakoti, fyrstu verðlauna stóðhestur, var keytur haustið 2009 og Arnar hefur keppt mikið á honum í fimmgangi með flottum árangri. Þeir urðu meðal annars Suðurlandsmeistarar árið 2011.
Röskur, Rökkvasonur úr eigin ræktun, varð svo næsti keppnishestur hjá Arnari. Röskur var blíður og góður hestur, yndislegur í umgengi. Í fyrstu var Röskur flókinn fyrir Arnar í reið, hesturinn kunni mun meira en knapinn og mikill viljinn þvældist oft fyrir. Arnar var þó ekki lengi að læra á Rösk því gangtegundirnar voru frábærar. Sigrarnir voru ekki margir en parið var farsælt og fóru þeir félagar oft yfir sjö bæði í tölti og fjórgangi. Arnar fór á sitt fyrsta Heimsmeistaramót á Rösk árið 2011 og stóðu þeir sig með prýði. Segja má að Röskur sé sá hestur sem hefur mótað Arnar hvað mest og gert hann að þeim reiðmanni sem hann er í dag.
Arnar frá Blesastöðum 2A er keyptur fyrir Arnar Bjarka haustið 2011. Segja má að Arnar Bjarki hafi náð mestum árangri á sínum ferli með Arnar enn sem komið er allavega. Þeir urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi 2012, en það er fyrsti íslandsmeistaratitillinn hans Arnars Bjarka, og Suðurlandsmeistarar í fimmgangi sama sumar en þeir kepptu einnig á Reykjavíkurmeistaramóti og voru lang efstir eftir forkeppni. Nafnarnir tóku þátt í úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín 2013 og unnu sér sæti í landsliðinu. Þeir fóru út til Berlínar fyrir Íslandshönd og ætluðu sér mikils, lang efstir eftir forkeppni í fimmgangi en úrslitin voru því miður ekki nógu sannfærandi. En samt sem áður 3. sæti í fimmgangi og 2. sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum, flottur árangur.
Arnar Bjarki er mjög duglegur og samviskusamur, hann stundar hestamennskuna af miklu kappi og leggur sig allan fram til að verða betri knapi. Arnar hefur mikla keppnisreynslu og einnig hefur hann tileinkað sér fræði margra. Hann útskrifaðist sem stúdent af náttúru- og hestafræðibraut frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2011. Leið hans lá beinustu leið í Háskólann á Hólum þar sem hann stundar nám við hestafræði, vorið 2014 mun hann útskrifast sem reiðkennari.
Glódís Rún
Glódís Rún er fædd árið 2002. Hún er hestastelpa af lífi og sál, fyrsta orðið var ekki mamma eða pabbi heldur hneggjaði hún þar sem hún stóð við gluggann og horfði á hrossin. Glódís Rún er mjög dugleg í hesthúsinu og sinnir þar mörgum hestum sem og verkum. Fyrsta mótið var firmakeppni hjá Ljúfi árið 2006 og daman þá 4 ára. Hún var á Jara og reið með barnaflokknum en keppti í pollaflokki. Þarna hreppti hún fyrsta sætið og þar með var ekki aftur snúið.
Glódís Rún sigraði barnaflokk á LM 2011 á Vindheimamelum í Skagafirði á Kamban frá Húsavík þá 9 ára gömul og þar með yngsti knapi til að vinna barnaflokk. Þau endurtóku svo leikinn á LM 2012 í Víðidal í Reykjavík þar sem þau hlutu einkunnina 9.02 sem er hæsta einkunn sem hefur verið gefin á Landsmóti í hringvallagreinum. Auk þess á hún 9 Íslandsmeistaratitla, er margfaldur suðurlandsmeistari og hefur sigrað Reykjavíkurmeistaramót og Líflandsmót í sínum flokki undanfarin ár.
Glódís æfir einnig körfubolta með Hamar í Hveragerði og leggur stund á píanónám hjá Tónlistarskóla Árnesinga.
Védís Huld
Védís Huld er fædd árið 2004. Hún er, líkt og systir sín, hestastelpa af lífi og sál. Védísi Huld finnst skemmtilegast að fara hratt og stundar það að ríða á stökki upp brekkuna fyrir ofan hesthúsið og koma á yfirferðartölti til baka. Hennar fyrsta mót var firmakeppni Ljúfs árið 2009 og þar var hún í 2 sæti, stóra systir að flækjast fyrir henni.
Védís Huld hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir ungan aldur, keppti á Íslandsmóti í Mána árið 2011 þá sjö ára og var rétt við b úrslit. Hún keppti svo á LM 2012 í Víðdal í Reykjavík þá átta ára og var 9 eftir forkeppni með 8.49. Hún var önnur í fimi á Íslandsmóti 2012 hjá Geysi og hefur verið í úrslitum í barnaflokki á öllum stærstu mótunum síðan.
Védís Huld æfir einnig fimleika og körfubolta með Hamri í Hveragerði og leggur stund á sellónám hjá Tónlistarskóla Árnesinga.
Show more
hugurinn leitaði í sveitina.Árið 1996 eru okkur boðnir 10 hektarar til kaups út úr jörðinni Hvoli, ásamt útihúsum. Við tókum því og fluttum í Ölfusið í 25 fm. bústað sem við fengum að láni og settum á skikan okkar. Nýbýli var stofnað með nafninu Sunnuhvoll. Næsta ár notuðum við í að byggja okkur íbúðarhús sem við fluttum inní haustið 1997. Þá var komið að því að innrétta hesthús í útihúsi sem áður hafði verið fjárhús og minkahús, þar settum við 8 einshestastíur og 6 tveggjahestastíur.
Árið 2004 er jörðin Kvíarhóll boðin út af ríkinu, og vorum við svo heppin að eiga hæsta boð, þar sem okkur vantaði meira land en Kvíarhóll liggur að Sunnuhvoli. Við fluttum starfsemi okkar úr hesthúsinu sem stóð á Hvoli í hesthúsið á Kvíarhóli.
Ári seinna hefur samband við okkur ungur piltur sem vildi fá leigt hesthúspláss þá um sumarið. Það varð úr að við leigðum honum. Þetta var hann Viðar Ingólfsson og hófst þannig samstarf okkar og Viðars. Viðar og Jóna hafa reynst okkur einstaklega vel. Og höfum rekið sameiginlegt hesthús að Kvíarhóli síðan.
Ræktunin okkar byggist á hryssunni Sögu frá Litlu – Sandvík. Saga er undan Sörladótturinni Drottingu frá Kjartansstaðakoti og Náttfarasyninum Stíg frá Kjartansstöðum. Saga hefur gefið okkur mörg afkvæmi og nú eru tvær dætur hennar komnar í ræktun hjá okkur, þær Urður og Hreyfing frá Sunnuhvoli. Ræktunin er smá í sniðum en við leggjum frekar áherslu á gæðin en magnið.
Ræktunarmarkmið okkar er að rækta falleg hross, viljug með fótaburði, fasi og rými, hvort sem það eru alhliðahross eða klárhross.
Arnar Bjarki
Arnar Bjarki byrjaði í hestamennsku mjög ungur og áhuginn kviknaði strax. Það má segja að hann sé nánast búinn að vera í hesthúsinu síðan. Fyrsti hesturinn hans Arnars Bjarka var Jari frá Kjartansstöðum og það er hesturinn sem hefur svo gengið á milli þeirra systkina og þau hafa öll byrjað sína hestamennsku honum. Arnar fór á sitt fyrsta mót á Jara árið 2000, þá 8 ára gamall, og hefur hann verið á keppnisbrautinni á hverju ári síðan. Arnar fór á sitt fyrsta Landsmót á Jara árið 2002, þá voru þeir félagar báðir 10 ára gamlir.
Lyfting frá Litlu-Sandvík var annar hesturinn hans Arnars og kepptu þau á nokkrum töltmótum í Ölfusinu. Hún fór síðan í ræktun. Þá kom Blesi frá Laugarvatni til sögunnar. Þeim félögum gekk mjög vel á keppnisbrautinni en þeir urðu Suðurlandsmeistarar í fjórgangi barna þrisvar sinnum (árin 2005, 2006 og 2007). Arnar fékk svo merina Kviku frá Krossi þegar hann var 13 ára og keppti á henni í fimmgangi með góðum árangri. Þau urðu Reyjavíkurmeistarar í fimmgangi unglinga árið 2006. Blesi og Kvika kenndu Arnari mjög margt og áttu stóran þátt í að móta hann sem reiðmann á hans yngri árum.
Haustið 2007 keypti Arnar sinn fyrsta hest sjálfur, Parkerssoninn Radíus frá Sólheimum. Þetta var fyrsti hesturinn sem Arnar var með alveg frá upphafi tamningar og hélt áfram með í tvö ár en þá var hann seldur til Noregs. Kvika var seld þetta sama haust og í hennar stað var keyptur geldingurinn Gammur frá Skíðbakka III. Arnar keppti á Gammi í fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktauma tölti. Árið 2008 komust þeir í b-úrslit á Landsmóti í A-flokki gæðinga. Arnar og Gammur voru í úrslitum á langflestum mótum sem þeir tóku þátt í en sigrarnir voru þó ekki margir. Árið 2008 fór Arnar út til Noregs og keppti á sínu fyrsta móti utan landssteinana, Norðurlandamótinu í Seljord. Þar keppti hann á hestinum Snar frá Kjartansstöðum, æfingarnar þar úti gengu ekki vel í fyrstu og átti Arnar í erfiðleikum með að ná tengslum við hestinn. Nokkrum dögum fyrir mótið small þetta allt hjá þeim félögum enda með gott lið á bak við sig. Arnar kom heim sem Norðurlandameistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum.
2008 um haustið var farið í leiðangur norður í land til að leita að efnilegum hestum. Á Húsavík fannst einn gæðingurinn, stóðhesturinn Kamban frá Húsavík. Kamban varð keppnishesturinn hans Arnars strax um vorið. Þeir enduðu í 3. sæti í tölt á Íslandsmóti yngriflokka árið 2009 og árið eftir voru þeir félagar í b-úrslitum á sama móti. Árið 2011 keppti Arnar á Kamban á Reykjavíkurmeistaramóti og endaði þar í 2. sæti og í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti yngri flokka en á báðum þessum mótum kepptu þeir í tölti. Á þessum þrem sumrum kepptu þeir einnig á mörgum smærri mótum með góðum árangri. Sumarið 2011 varð Kamban svo keppnishesturinn hennar Glódísar sem þá var aðeins 9 ára gömul. Vonandi frá Bakkakoti, fyrstu verðlauna stóðhestur, var keytur haustið 2009 og Arnar hefur keppt mikið á honum í fimmgangi með flottum árangri. Þeir urðu meðal annars Suðurlandsmeistarar árið 2011.
Röskur, Rökkvasonur úr eigin ræktun, varð svo næsti keppnishestur hjá Arnari. Röskur var blíður og góður hestur, yndislegur í umgengi. Í fyrstu var Röskur flókinn fyrir Arnar í reið, hesturinn kunni mun meira en knapinn og mikill viljinn þvældist oft fyrir. Arnar var þó ekki lengi að læra á Rösk því gangtegundirnar voru frábærar. Sigrarnir voru ekki margir en parið var farsælt og fóru þeir félagar oft yfir sjö bæði í tölti og fjórgangi. Arnar fór á sitt fyrsta Heimsmeistaramót á Rösk árið 2011 og stóðu þeir sig með prýði. Segja má að Röskur sé sá hestur sem hefur mótað Arnar hvað mest og gert hann að þeim reiðmanni sem hann er í dag.
Arnar frá Blesastöðum 2A er keyptur fyrir Arnar Bjarka haustið 2011. Segja má að Arnar Bjarki hafi náð mestum árangri á sínum ferli með Arnar enn sem komið er allavega. Þeir urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi 2012, en það er fyrsti íslandsmeistaratitillinn hans Arnars Bjarka, og Suðurlandsmeistarar í fimmgangi sama sumar en þeir kepptu einnig á Reykjavíkurmeistaramóti og voru lang efstir eftir forkeppni. Nafnarnir tóku þátt í úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín 2013 og unnu sér sæti í landsliðinu. Þeir fóru út til Berlínar fyrir Íslandshönd og ætluðu sér mikils, lang efstir eftir forkeppni í fimmgangi en úrslitin voru því miður ekki nógu sannfærandi. En samt sem áður 3. sæti í fimmgangi og 2. sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum, flottur árangur.
Arnar Bjarki er mjög duglegur og samviskusamur, hann stundar hestamennskuna af miklu kappi og leggur sig allan fram til að verða betri knapi. Arnar hefur mikla keppnisreynslu og einnig hefur hann tileinkað sér fræði margra. Hann útskrifaðist sem stúdent af náttúru- og hestafræðibraut frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2011. Leið hans lá beinustu leið í Háskólann á Hólum þar sem hann stundar nám við hestafræði, vorið 2014 mun hann útskrifast sem reiðkennari.
Glódís Rún
Glódís Rún er fædd árið 2002. Hún er hestastelpa af lífi og sál, fyrsta orðið var ekki mamma eða pabbi heldur hneggjaði hún þar sem hún stóð við gluggann og horfði á hrossin. Glódís Rún er mjög dugleg í hesthúsinu og sinnir þar mörgum hestum sem og verkum. Fyrsta mótið var firmakeppni hjá Ljúfi árið 2006 og daman þá 4 ára. Hún var á Jara og reið með barnaflokknum en keppti í pollaflokki. Þarna hreppti hún fyrsta sætið og þar með var ekki aftur snúið.
Glódís Rún sigraði barnaflokk á LM 2011 á Vindheimamelum í Skagafirði á Kamban frá Húsavík þá 9 ára gömul og þar með yngsti knapi til að vinna barnaflokk. Þau endurtóku svo leikinn á LM 2012 í Víðidal í Reykjavík þar sem þau hlutu einkunnina 9.02 sem er hæsta einkunn sem hefur verið gefin á Landsmóti í hringvallagreinum. Auk þess á hún 9 Íslandsmeistaratitla, er margfaldur suðurlandsmeistari og hefur sigrað Reykjavíkurmeistaramót og Líflandsmót í sínum flokki undanfarin ár.
Glódís æfir einnig körfubolta með Hamar í Hveragerði og leggur stund á píanónám hjá Tónlistarskóla Árnesinga.
Védís Huld
Védís Huld er fædd árið 2004. Hún er, líkt og systir sín, hestastelpa af lífi og sál. Védísi Huld finnst skemmtilegast að fara hratt og stundar það að ríða á stökki upp brekkuna fyrir ofan hesthúsið og koma á yfirferðartölti til baka. Hennar fyrsta mót var firmakeppni Ljúfs árið 2009 og þar var hún í 2 sæti, stóra systir að flækjast fyrir henni.
Védís Huld hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir ungan aldur, keppti á Íslandsmóti í Mána árið 2011 þá sjö ára og var rétt við b úrslit. Hún keppti svo á LM 2012 í Víðdal í Reykjavík þá átta ára og var 9 eftir forkeppni með 8.49. Hún var önnur í fimi á Íslandsmóti 2012 hjá Geysi og hefur verið í úrslitum í barnaflokki á öllum stærstu mótunum síðan.
Védís Huld æfir einnig fimleika og körfubolta með Hamri í Hveragerði og leggur stund á sellónám hjá Tónlistarskóla Árnesinga.
Location map
Expand Map
Listed in categories
Reviews
This company has no reviews. Be the first to share your experiences!
Questions & Answers
Have questions? Get answers from Sunnuhvoll - Breeding - Horses for Sale or Yelu Iceland users. Visitors haven’t asked any questions yet.
Verified Business
The accuracy of the company profile for Sunnuhvoll - Breeding - Horses for Sale is validated by the company owner, representative, or directory administrator.
Last update on
Registered with us on
Last update on
Registered with us on